fbpx
Miðvikudagur, febrúar 21, 2024
HeimFréttirMenning og mannlífNáði ekki að slá hafnfirskt met í kótelettuáti

Náði ekki að slá hafnfirskt met í kótelettuáti

4.200 kótilettur snæddar á Hrafnistuheimilunum í dag

Kótilettukeppni sem fram fór á Hrafnistu í Reykjavík í hádeginu í dag varð æsispennandi þegar alþingismaðurinn Ólafur Þór Gunnarsson bar sigur úr bítum um það hver gæti sporðrennt flestum kótilettum, en alls torgaði Ólafur 15 lettum og er hann því „Kótilettumeistari Hrafnistu 2018“.

Ólafur Þór Gunnarsson sporðrenndi 15 kótelettum

Reyndi við hafnfirskt met

Eins og spáð hafði verið myndi erfitt reynast að slá Hrafnistumet Hafnfirðingsins Birgis Viðarssonar, rafvirkja á Hrafnistu, sem gæddi sér á 19 kótilettum um árið, enda fór það svo að Viðar á enn metið.

Gústaf Egilsson, pípari á Hrafnistu, varð í 3. – 4. sæti því hann og fyrrnefndur Birgir hættu eftir 10 kótilettur. Sá sem atti mestu kappi við sigurvegara dagsins var Kiwanismaðurinn Sighvatur Halldórsson sem lauk keppni eftir 14 kótilettur og munaði því aðeins hárbreidd á honum og Ólafi Þór. Stjórnandi keppninnar var Hjalti „Úrsus“ Árnason.

Þjóðarréttur Hrafnistu

Kótiletturnar á Hrafnistu eru löngu þjóðþekktar enda reglulega bornar fram á helstu hátíðum heimilanna en einnig þegar góða gesti ber að garði. Til dæmis hefur lengi verið til siðs að nýr heilbrigðisráðherra hverju sinni komi í heimsókn og snæði kótilettur á Hrafnistu fljótlega eftir embættistöku. Hafa t.d. bæði Svandís Svavarsdóttir og Ásmundur Daði Einarsson, ráðherrar öldrunarmála, litið við í hádegisverð auk Ölmu Möller, sem sl. vor tók fyrst kvenna hér á landi við embætti landlæknis. Fleiri mætti nefna, svo sem Jón Kristjánsson, Ögmund Jónasson og Kristján þór Júlíusson, fyrrum ráðherra heilbrigðismála, og Dag B. Eggertsson borgarstjóra, en allir eiga gestirnir það sammerkt að minnast heimboðanna og kótilettanna með ánægju þegar endurfundir verða með starfsliði eða íbúum Hrafnistu.

Íbúar og starfsfólk Hrafnistu gæddu sér á kótelettum á bleika deginum október sl. en þá voru menn spakir og engin keppni fór fram.

Kótelettur fram bornar á blika deginum á Hrafnistu í Hafnarfirði

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2