fbpx
Fimmtudagur, júní 13, 2024
HeimLjósmyndirMyndasyrpa frá þjóðhátíðardeginum í Hafnarfirði

Myndasyrpa frá þjóðhátíðardeginum í Hafnarfirði

Líklega hefur sjaldan eða aldrei verið fjölmennara í miðbæ Hafnarfjarðar

Þjóðhátíðardagurinn var einstaklega glæsilegur í Hafn­ar­firði í góðviðrinu. Þjóð­búningaklætt fólk setti svip á hátíðina sem og víkingar sem settu svip á skrúðgönguna, síðasta dag Víkingahátíðar­innar á Víðistaðatúni.

Gríð­arlega fjölmennt var í mið­bænum og sennilega hefur sjaldan eða aldrei verið fjöl­mennara í miðbænum en núna á þjóðhátíðardegi Íslend­­­inga sem fögnuðu 75 ára lýðveldi.

Hátíðin fór vel fram, fjölbreytt framboð af skemmtun og afþreyingu með ýmsum nýjungum. Fólk stóð ekki í sömu sporunum á Thorsplani eins og stundum áður og var fólk á röltinu á milli staða en dagskrá var á Strandgötunni, frá Lækjargötu að Reykjavíkurvegi.

Þá var opið í Byggðasafninu og Víkingahátíðin var á Víðistaðatúni.

Þá var Austur­götuhátíðin vel sótt en finna mátti fyrir þreytu íbúanna að standa að henni og var hún minni í sniðum en áður og nær eingöngu sölubásar. Vonandi ná íbúar gleði sinni á ný eða að boltinn færist á Hverfisgötuna. Helst saknaði maður menningar­viðburða við götuna og kannski ætti það að vera hluti af skipulagi þjóðhátíðarinnar.

En allir voru glaðir og maður var manns gaman eins og sagt var forðum. Ekki er hægt að biðja um meira.

Myndasyrpa

Hægt er að kaupa myndir í fullri upplausn á rafrænu formi til persónulegra nota.

Verð á myndum til persónulegra nota (ekki til nota í fjölmiðlum):

Fyrsta mynd: 1.100 kr.
Hver mynd eftir það: 600 kr.

Sendið pöntun á gudni@fjardarfrettir.is og getið heiti myndar sem óskað er eftir að kaupa. Gefið upp nafn og kennitölu greiðanda. Reikningur verður sendur á það netfang.

Greiða þarf myndir við pöntun inn á 0545-26-7099 kt. 4501061350, Hönnunarhúsið ehf.