fbpx
Þriðjudagur, janúar 18, 2022

Lækur flyst í Staðarbergið

Hafnarfjarðarkaupstaður hefur rekið dagþjónustu fyrir fatlað fólk, Læk, að Hörðuvöllum 1.
Í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir kemur fram að sveitarfélög skuli starfrækja vinnustaði fyrir verndaða vinnu, hæfingu og dagþjónustu fyrir fatlað fólk þar sem því stendur til boða þroska-, iðju- og starfsþjálfun.

Lækur fellur undir þessa skilgreiningu þar sem þar er boðið upp á dagþjónustu og iðju fyrir geðfatlað fólk.

Nú hefur verið ákveðið að flytja starfsemi Lækjar frá Hörðuvöllum þar sem húsnæðið er orðið ófullnægjandi fyrir starfið.

Starfsemin verður flutt í húsnæði í eigu Hafnarfjarðar að Staðarbergi 6 sem er gamalt einbýlishús þar sem ýmis starfsemi hefur verið undanfarin ár. Þar var lengi rekin frístund fyrir nemendur Setbergsskóla, þar var Húsið, félagsmiðstöð unglinga, Geitungar, vinnuhópur fatlaðra ungmenna var þar og þar var víkingafélagið Rimmugýgur með aðstöðu.

37,6 milljón króna endurbætur nauðsynlegar

Gerð hefur verið kostnaðaráætlun fyrir endurbætur á húsinu og er gert ráð fyrir að kostnaðurinn nemi tæpum 38 milljónum kr. Dýrasti þátturinn er endurnýjun þaks sem áætlað er að kosti 7,1 milljón kr.

Hafnarfjarðarkaupstaður sótti um styrk til Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og hefur sjóðurinn lofað að greiða 25% af framkvæmdakostnaði, allt að 9,4 milljónir kr. sem greitt er að fullu að framkvæmdum loknum.

Gamla rafstöðvarstjórahúsið við Hörðuvelli sem Lækur hefur haft til afnota og Rimmugýgur fær nú.

Ummæli

Ummæli

Tengdar fréttir

Fylgjstu með

3,318AðdáendurLíka við
53FylgjendurFylgja
0áskrifendurGerast áskrifandi
- Auglýsing -spot_img

Nýjustu greinar