fbpx
Föstudagur, október 4, 2024
HeimFréttirHeilahristingur á bóksafninu

Heilahristingur á bóksafninu

Heimanámsstuðningur á Bókasafni Hafnarfjarðar

Í Bókasafni Hafnarfjarðar fá grunnskólanemendur í firðinum tækifæri til að sinna heimanámi. Þetta starf er nefnt því tvíræða orði Heilahristingur og hugmyndin varð til hjá Borgarbókasafninu í Reykjavík. Rauði krossinn í Hafnarfirði og Garðabæ og Bókasafnið vinna Heilahristinginn saman. Ekki þurfa nemendur að skrá sig fyrirfram, bara koma í tæka tíð með verkefnin sín.

Bókasafn Hafnarfjarðar.
Ljósmynd: Guðni Gíslason.

Heilahristingurinn er á Bókasafninu alla fimmtudaga kl. 15-17. Nú í vor hefst starfið fimmtudaginn 19. janúar. Notalegt er að vera í bókasafninu og þægileg aðstaða fyrir nemendur. Gengið er niður stiga frá fyrstu hæð, aðalanddyri. Sjálfboðaliðar Rauða krossins eru á staðnum. Sjálfboðaliðarnir núna eru flestir grunn- og eða framhaldsskólakennarar og vanir að vinna með börnum, gjarnan áhugasamt eftirlaunafólk með mismunandi sérhæfingu og reynslu.

Til þess að kynna sér þessa þjónustu betur má skoða heimasíðuna heilahristingur.is. Borgarbókasafnið lýsir Heilahristingnum og þeim hugmyndum sem liggja að baki. Í Bókasafni Hafnarfjarðar er fastákveðið að þetta starf verði í janúar og febrúar.

Haldið verður áfram í mars, apríl og maí, ef næg þátttaka fæst. Því skiptir máli að nemendur byrji fljótlega að koma, þannig að þörfin sjáist skýrt. Foreldrar eru velkomnir að skoða aðstöðuna og hitta sjálfboðaliðana, en börnunum er líka velkomið að koma ein eða með skólasystkinum sem líka þurfa að vinna. Ekki er greitt fyrir kennsluna og engin mætingarskylda. Ef starfandi kennarar í Hafnarfirði vilja samráð við sjálfboðaliðana, geta þeir líka litið við, eða haft samband við Kristínu hjá Rauða krossinum í Hafnarfirði og Garðabæ (kristinb@redcross.is) og beðið um fund.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2