fbpx
Föstudagur, janúar 28, 2022

Hættuleg aparóla – barn meiddist á sköflungi

Nýja aparólan á Víðistaðatúni hefur vakið ánægju flestra enda hin glæsilegasta. Lítil stúlka meiddist á miðvikudaginn í rólunni og segja foreldrar hennar að aparólan sé stórhættuleg vegna þess að vírinn sé allt of slakur. Segja þeir stúlkuna hafa rekið sköflunginn illilega í pallinn vegna þess.

Guðjón Steinar Sverrisson, garðyrkjustjóri bæjarins, segist ekki hafa heyrt af óhappinu en segir lítið mál að strekkja á vírnum og verði aparólan skoðuð og vírinn strekktur eftir þörfum.

Börn að leik í nýju aparólunni á Víðistaðatúni
Börn að leik í nýju aparólunni á Víðistaðatúni

Ummæli

Ummæli

Tengdar fréttir

Fylgjstu með

3,320AðdáendurLíka við
53FylgjendurFylgja
0áskrifendurGerast áskrifandi
- Auglýsing -spot_img

Nýjustu greinar