fbpx
Þriðjudagur, desember 3, 2024
target="_blank"
HeimFréttirFuglar hafa frosið fastir á tjörninni - Góðhjartað fólk kemur til bjargar

Fuglar hafa frosið fastir á tjörninni – Góðhjartað fólk kemur til bjargar

Á hinum óvenju langa og harða frostakafla hafa fuglar á Læknum átt í basli. Reyndar hafa sumir lent í miklum hremmingum þegar þeir hafa frosið fastir á ísnum.

En bæjarbúar hafa reynt að hjálpa, fært fuglunum, öndunum, gæsunum og svönunum, mat og reynt að aðstoða þá.

Þarna hafa komið að Dýraverndunarfélag Hafnarfjarðar og Project Henry sem Guðmundur Fylkisson hefur staðið fyrir.

Kuldalegt á Læknum

Til að gefa mynd af ástandinu þá má hér lesa póst sem Guðmundur hefur ritað:

„Svona af gefnu tilefni. Það er gleðilegt að sjá viðbrögðin við þessu ástandi og fuglarnir eru að fá fullt af alls konar mat. Umgengni okkar gæti samt verið betri. Það hefur verið bent á að þegar frostið er mikið, -8-10° þá virðist fuglarnir forðast að fara upp á ísinn, af vatni. Því þarf að gefa sem næst vatninu þar sem þeir eru. Þá verður það líka þannig að þegar leysir þá fer þetta beint í vatnið en verður ekki á stéttunum. Fuglar eru út um allt og ekki bara fuglanir á Læknum sem eru svangir.
Annað, við erum ekki með aðstöðu til að taka fugla í skjól, þ.e. húsnæði. Við höfum bara verið að gera okkar besta til að hlúa að þeim á Læknum.“

Sett hefur verið hæ á Lækinn framan við Skólabraut þar sem fuglarnir halda sig m.a. Það er gert til að fuglarnir geti sest á það svo þeir frjósi ekki fastir, ekki síst þegar þeir koma blautir úr vatninu. Það er þó erfitt að kenna fugli að sitja og ekki hafa allir fuglar nýtt sér þessa fínu þjónustu.

Hvað á að gefa fuglunum?

Hér hefur töluverðu magni af ávöxtum verið dreift á ísinn, eplum, banönum og fl.

Nokkra umræður hafa verið um fæðugjöf til fuglanna en brauðið er fitusnautt og hjálpar lítt sem góður orkugjafi í kuldanum. Því hafa margir bent á ýmislegt annað t.d.:

  • Hnetur
  • Epli
  • Kartöfluhýði
  • Grænmetisafganga
  • Fitu af kjöti
  • Kattamatur

Þá hafa einhverjir keypt varpköggla og bleikjufóður í stórum pokum en mælt er með alls konar feitmeti.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2