Föstudagur, september 26, 2025
HeimFréttirForeldrar 300 barna efla samskipti í haust

Foreldrar 300 barna efla samskipti í haust

Tengjumst í leik foreldranámskeið á vegum Föruneytis barna hefjast í leik- og grunnskólum þessar fyrstu haustvikur í þriðja sinn.

Foreldrar og forsjáraðilar um 300 barna víðsvegar um landið taka þátt og markar þessi umfangsmikla þátttaka mikilvægt skref í átt að bættri farsæld barna um land allt.

Á námskeiðinu læra þátttakendur gagnreyndar aðferðir til að styrkja jákvæð samskipti, byggja upp traust tengsl og efla vellíðan í fjölskyldunni.

Föruneyti barna er þróunarverkefni sem sett var af stað af mennta- og barnamálaráðuneytinu og unnið í samstarfi við Háskóla Íslands og Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Verkefnið byggir á lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna (farsældarlögunum), sem tóku gildi árið 2022 og leggja áherslu á að tryggja að börn og fjölskyldur fái þá þjónustu sem þau þurfa á réttum tíma, frá réttum aðilum og án óþarfa hindrana. Verkefnið fylgir einnig markmiðum menntastefnu til 2030, sem leggur áherslu á jöfn tækifæri allra barna og sterka samvinnu heimila og skóla.

Tengjumst í leik námskeiðið hefur verið innleitt í yfir 8 öðrum löndum víða um heim, en Ísland er eitt af fáum löndum sem er að innleiða námskeiðin sem forvörn í leik- og grunnskólum landsins. Þessi framsýna nálgun styðst við farsældarlögin, sem kveða á um að stofnanir og þjónustuaðilar skuli vinna saman að því að efla heilbrigði, öryggi og vellíðan barna. Námskeiðið er þannig ein mikilvæg leið til að framfylgja þessari lagaákvörðun.

Með fjárfestingu í foreldrum og forsjáraðilum og öflugu samstarfi heimila og skóla leggjum við grunn að farsælli framtíð barna okkar og eflum skuldbindingu samfélagsins um að velferð barna sé í forgangi.

Upplýsingar um verkefnið má finna á vef Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2