Fólki bjargað úr sjónum utan við Norðurbakkann

Æfð var björgun með áhöfn skemmtiferðaskipsins L‘Austral

Áhafnarmeðlimur skemmtiferðaskips hífður um borð. Ljósmynd: Guðni Gíslason.
Sigmaður sækir næst síðasta manninn úr sjónum. Ljósmynd: Guðni Gíslason
Sigmaður sækir næst síðasta manninn úr sjónum.
Ljósmynd: Guðni Gíslason

Fjölmargir fylgdust með þegar þyrla Landhelgisgæslunnar sveimaði yfir ytri höfninni í Hafnarfirði strax eftir hádegi í dag. Voru nokkrar vangaveltur um það hvað hafi gerst en stór björgunarbátur var á sjónum, og minni gúmmíbátar auk þess sem sjá mátti fólk í sjónum.

Engin hætta var þó á ferð því hér var Landhelgisgæslan að æfa björgun fólks úr sjónum og tóku þátt skipverjar á skemmtiferðaskipinu L‘Austral sem lá við bryggju í Hafnarfirði.

Þyrlan lenti með "skipsbrotsmennina" við hlið skemmtiferðaskipsins. Ljósmynd: Guðni Gíslason
Þyrlan lenti með “skipsbrotsmennina” við hlið skemmtiferðaskipsins.
Ljósmynd: Guðni Gíslason

Gríðarleg fjölgun skemmtiferðaskipa hér við land hefur kallað á sérstakar æfingar og eru þær gerðar með jöfnu millibili.

Eftir að hafa sótt fólk úr björgunarbátum kom þyrlan aftur og sótti fólk sem var í sjónum og lenti með það við hlið skemmtiferðaskipsins.

 

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here