fbpx
Miðvikudagur, júní 12, 2024
HeimFréttirEr stál í stál í viðræðum Hafnarfjarðar og Landsnets? - Uppfært

Er stál í stál í viðræðum Hafnarfjarðar og Landsnets? – Uppfært

Reiknað með að Landsneti legði fram nýjar tillögur um framtíð mannvirkja í landi Hafnarfjarðar, á fundi í dag

Hafnarfjarðarbær og Landsnet funda í dag um mannvirki Landsnet innan Hafnarfjarðar.

Fulltrúar Hafnarfjarðarbæjar í viðræðunum eru Skarphéðinn Orri Björnsson bæjarfulltrúi, Stefán Már Gunnlaugsson varabæjarfulltrúi og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Á fundi 15. apríl sl. komu fram sjónarmið beggja aðila.

Óskastaða Hafnarfjarðarbæjar

Á fundinum kom fram að óskastaða Hafnarfjarðar sé að Hamranesstöðin verði lögð af eða verði lítið tengivirki eins og í Öldugötu.

Þá vilja fulltrúar Hafnarfjarðar að fyrirhugað tengivirki í Hrauntungum verði að veruleika og að raforkuflutningur frá Suðurnesjum sem og aðrar loftlínur tengist þar í gegn

Ítrekuðu þeir að búið sé lofa íbúum á Völlunum í 20 ár að loftlínur verði fjarlægðar.

Landsnet ekki á sama máli

Landsnet segir staðsetningu í Hrauntungum, sem þeir sjálfir völdu, sé ekki á góðum stað vegna jarðhræringa og upplýstu að tengivirkið á Hamranesi muni ekki fara.

Að mati fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar er Landsnet ekki að standa við samninga sem hafa verið gerðir í gegnum tíðina. Fulltrúar Landsnets bentu hins vegar á að fyrirvarar séu í öllum samningum sem hafa verið gerðir um að loftlínur sem hafa verið í undirbúningi verði byggðar, það hafi þó enn ekki orðið að veruleika.

Hafnarfjarðarbær sættir sig við tengivirki á Hamranesi en vill ekki að neinar loftlínur tengist inn í Hamranes í framtíðinni. Sérstaklega ekki þar sem núverandi lína liggur og heldur ekki þar sem nýjar Ísallínur áttu að koma, frá Hamranesi vestur að Hraunhellu.

Hafnarfjörður setur sig ekki upp á móti að hafa loftlínur þar Suðurnesjalína 2 mun koma til með að standa og heldur ekki þar sem Ísallínur koma frá álverinu suður að Hraunhellu.

Stefnt á íbúðabyggð austan Krýsuvíkurvegar

Fram kemur í fundargerð fundarins að Hafnarfjörður sé að stefna á að byggja íbúabyggð austan við Krýsuvíkurveg. Ekki kemur þó fram hvar það sé en ekkert er um slíkt í núgildandi aðalskipulagi.

Landsnet stefndi að því að leggja fram raunhæfa og tímasetta valkosti til umræðu en Hafnarfjörður samþykkir ekki lausnina sem búið er að leggja fram. Gerðu þeir kröfu um að Landsneti setji fram varanlegri lausn fyrir bæinn þar sem Ísallínurnar eru ekki í sjónlínu frá íbúabyggð. Hafnarfjarðarbær sættir sig frekar við að seinka færslu línunnar úr núverandi línubelti um einhvern tíma, ef það er til þess að fá lausn sem myndi ganga fyrir bæjarfélagið til framtíðar.

Landsnet bendir á að hafa beri í huga að breytingar á umfangi hafi áhrif á tímalínu og því sé ljóst ef breyta eigi umfangi verði ekki að því að fjarlægja núverandi Ísallínur 2026 eins og stóð til. Einnig þurfi að hafa í huga að frekari fjárfestingar þurfi að fara með öðrum fjárfestingum Landsnets, en fjárfestingargeta Landsnets sé takmörkuð, og þurfi að finna rými fyrir það í fjárfestingaráætlun Landsnets.

Uppfært 6.5.2024 kl. 16:46

Fundinum frestað til 21. maí

„Það er ekki stál í stál í viðræðum okkar við Hafnarfjarðarbæ,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, samskiptastjóri Landsnets. „Við eigum í góðu samtali um lausn til framtíðar sem gengur upp fyrir báða aðila. Fundinum í dag var frestað en við eigum fund 21. maí þar sem við munum leggja fram tillögur.“

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2