Ekki sóttvarnarhöfn í Hafnarfirði og því koma engin skemmtiferðaskip

Frönsku skemmtiferðaskipin hafa sett svip á Hafnarfjarðarhöfn undanfarin sumur

Engar töskur verða við Le Boréal í Hafnarfjarðarhöfn í sumar

Skip franska skipafélagsins Ponnant hafa komið til Hafnarfjarðar í fjölmörg ár og hafa dvalið hér að jafnaði í nokkra daga og haft bækistöðvar sínar þegar skipt er um áhafnir. Skipið rekur m.a. fjögur systurskip og er Le Boréal á meðal þeirra en skipið er fremur lítið, tekur mest 264 farþega og er með 140 manna áhöfn. Skipið er þó allt hið glæsilegasta.

Le Soleal og Le Boréal í Hafnarfjarðarhöfn 2013

Í stað þess að sigla til Hafnarfjarðar varð skipið það fyrsta til að Reykjavíkur um síðustu helgi en ekki er sóttvarnarhöfn skilgreind í Hafnarfirði og því mega skemmtiferðaskip ekki sigla hingað.

Le Bellot, sem er eitt af lúxusskipum félagsins kom svo til Reykjavíkur sl. sunnudag en það tekur að hámarki  184 farþega og siglir með 120 manna áhöfn.

Poesia er lang stærsta skemmtiferðaskipið sem komið hefur til Hafnarfjarðar

Það er einhver tekjumissir fyrir Hafnarfjarðarhöfn að missa af þessum skipum en 16 komur skemmtiferðaskipa voru skráð á síðasta ári og mátti búast við álíka fjölda í ár miðað við þróun síðustu ára.

 

Ummæli

Ummæli