„Camp Iceland“ skátamótið kveisulaust í Hafnarfirði

Hafnfirskir skátar hlupu undir bagga með engum fyrirvara

849
Hafnarfjörður skartaði sínu fegursta fyrir skátana. Við Hraunbyrgi

Bandarískir, breskir og íslenskir skátar dvelja nú í Hafnarfirði á skátamótinu „Camp Iceland“ um helgina á meðan lokað er á Úlfljótsvatni.

Umgjörðin er ekki amaleg við skátaheimilið Hraunbyrgi og fá skátarnir að upplifa víkingaveislu Rimmugýgs á Víðistaðatúni, bæjarferð, fjallgöngu og hellaskoðun, sundlaugarferð og fl. Eru þeir búnir að hlýða á rokktónleika á Flatahrauninu um leið og þeir snæddu flatbökur á Burger-inn.

Skátarnir koma frá fimm mismunandi stöðum en „Camp Iceland“ er tilraunaverkefni þar sem minni hópum gefst tækifæri til að koma til Íslands og tengjast öðrum minni hópum sem gerir ferðina mun hagstæðari og áhugaverðari.

Hafnfirskir skátar hlupu undir bagga þegar nóraveira greindist á Úlfljótsvatni, lánuðu tjöld og aðstöðu og útbúa dagskrá fyrir skátana um helgina. Á sunnudag er búist við að hópurinn haldi á Úlfljótsvatn og ljúki skátamótinu þar.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here