Bíl stolið við verslun í Hafnarfirði í morgun

Bifreið var stolið á sjöunda tímanum í morgun þar sem henni var lagt við verslun í Hafnarfirði.

Lögreglumenn sem komu á vettvang báru kennsl á bílþjófinn í öryggismyndavélakerfi.

Fóru lögreglumenn heim til geranda þar sem gerandi framvísaði lyklum að bifreiðinni og gaf upp hvar bifreiðin væri staðsett.

 

Ummæli

Ummæli