Bæjarráð vill bráðabirgðaflutning á Hamraneslínu

Vilja bráðabirgðaflutnings hið fyrsta samhliða því að unnið verði að framtíðarlausn

Háspennulínur á Völlum

Fulltrúar frá Landsneti, Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri og Guðjón Axel Guðjónsson lögfræðingur, mættu á fund bæjarráðs í morgun en bæjaryfirvöld telja mjög alvarlegt ástand vera að myndast eftir að Úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál felldi úr gildi framkvæmdaleyfi sem Hafnarfjarðarbær hafði veitt fyrir lagningu Lyklafellslínu.

 

Bæjarráð óskaði eftir því að fulltrúar Landsnets leggi fram á næsta fundi ráðsins tímasetta áætlun um bráðabirgðaflutning á Hamraneslínu sem liggur yfir Skarðshlíð og Hamranes.

Telur bæjarráð að ljóst sé að flutningur á háspennulínum í hverfinu þoli ekki frekari bið. Því þurfi að grípa til bráðabirgðaflutnings hið fyrsta samhliða því að unnið verði að framtíðarlausn.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here