fbpx
Laugardagur, október 5, 2024
HeimÁ döfinni„Klisjukenndir“ skrautmunir í þremur ólíkum borgum

„Klisjukenndir“ skrautmunir í þremur ólíkum borgum

Opnun ljósmyndasýningar í Bókasafni Hafnarfjarðar á laugardag

Ný ljósmyndasýning opnar í Bókasafni Hafnarfjarðar um helgina, sýning sem unnin er í samvinnu Hafnarfjarðarbæjar við sendiráð Þýskalands og Japans. Ljósmyndari og eigandi sýningarinnar er Þjóðverjinn Thomas Hoeren sem valdi Hafnarfjörð sem sýningarstað vegna sterkra tengsla bæjarins og bókasafnsins við Þýskaland. Sýningin verður opin á opnunartíma bókasafnsins dagana 23. september -23. nóvember. Opnun sýningar verður laugardaginn nk., 24. september, kl. 16. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

Ljósmyndasýningin Kitch endurspeglar líkindi og mismun þriggja borga

Orðið Kitsch er oft tengt við ósmekklegan stíl, en einmitt vegna þverþjóðleika síns er meira í orðinu falið en rósbleik smekkleysa. Hér er átt við aldagamla mannlega þörf fyrir öryggi og persónumyndir í einkarými sínu. Þetta sýna myndir á ljósmyndasýningunni Kitch af klisjukenndum skrautmunum sem þýski ljósmyndarinn Thomas Hoeren tók á árunum 2010-2019 í þremur mismunandi borgum sem gætu varla verið ólíkari. Sýningin endurspeglar sterkt mismun borganna en varpar einnig ljósi á ákveðin grunnlíkindi á sama tíma, nefnilega þörfina fyrir að skreyta híbýli með hlutum sem veita vellíðan.

Ísland á sína eigin hefð fyrir Kitch

Borgirnar sem fyrir valinu urðu eru Reykjavík, Berlín og Itoshima. Ísland á sína eigin hefð fyrir kitsch, oft frekar kallað punt. Eins og skjalfest hefur verið í Reykjavík, setja Íslendingar tákn um náttúru sína í m.a. glugga hýbýla sinna. En kitsch má líka finna í görðum og gluggum í Berlín, höfuðborg Þýskalands, allt eftir árstíðum og hátíðum, eins og vorbyrjun. Að lokum er það Itoshima, lítill bær í Kyushuhéraði í Japan. Þar er kitsch að finna sem skraut ekki í gluggum heldur í smágörðum framan við hús og sem skraut á sjónvarpstækjum. Algengustu mótífin eru frá vestrænni menningu, til dæmis plastfígúrur innblásnar af Walt Disney og myndir af hundum. Ljósmyndarinn Thomas Hoeren (fæddur 1961) er lagaprófessor frá Münster (Þýskalandi), lektor við Münster Art Academy og atvinnuljósmyndari. Myndir hans hafa verið sýndar í Þýskalandi, Japan, Austurríki og Íslandi og eru skráðar í fjölmörgum myndabindum.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2