fbpx
Þriðjudagur, janúar 18, 2022

Haukar og FH mætast í 1. deildinni á morgun

Kvennalið Hauka og FH mætast í fyrsta leik sumarsins í  Lengjudeild kvenna, 1. deildinni í knattspyrnu á Ásvöllum á morgun fimmtudag kl. 19.15.

FH féll úr Pepsi Max deildinni í fyrra er liðið varð stigi neðar en ÍBV í næst neðsta sæti þegar keppni var hætt vegna Covid-19 eftir að FH flest lið höfðu leikið 16 leiki.

Haukar urðu hins vegar í þriðja sæti í Lengjudeildinni í fyrra með 32 stig eftir 17 umferðir, 10 stigum á eftir Keflavík en keppni var hætt þá vegna Covid-19.

Það verður því spennandi að fylgjast með leik Hafnarfjarðarliðanna á morgun enda alltaf mikið undir þegar liðin mætast. Það er þó langt síðan liðin léku síðast saman en bæði liðinu voru í Lengjudeildinni 2019 þar sem FH endaði í 2. sæti en Haukar í því 4. FH vann þá fyrri leik liðanna 2-1 en Haukar unnu seinni leikinn 5-3 en báðir leikirnir unnust á útivelli.

Liðin voru bæði í efstu deild 2017 en þá sigraði FH 3-0 og 1-0 í leikjum liðanna.

Liðin hafa leikið 37 leiki síðan í september 2001 og hefur FH sigrað 24 sinnum en Haukar 11 sinnum og tvisvar hefur verið jafntefli. Hafa leikmenn FH skorað 106 mörk gegn 43 mörkum Hauka.

En liðin lifa ekki lengi á tölfræðinni og því eru bæjarbúar hvattir til að mæta á völlinn og hvetja sitt lið.

Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, þjálfari Hauka segir í samtali við Fjarðarfréttir mjög ánægjulegt að geta byrjað að keppa og er bjartsýn fyrir leikin. Segir hún að Haukar stefni að sjálfsögðu að sigri.

Guðni Eiríksson, þjálfari FH, er spenntur fyrir leikinn sem leggst vel í hann. Segir hann mikinn metnað í FH-liðinu sem hefur verið á flakki milli deilda undanfarin ár en stefni á sigur.

Ummæli

Ummæli

Tengdar fréttir

Fylgjstu með

3,319AðdáendurLíka við
53FylgjendurFylgja
0áskrifendurGerast áskrifandi
- Auglýsing -spot_img

Nýjustu greinar