Á aðalfundi stjórnar VG í Hafnarfirði þann 30. október var ákveðið að flokkurinn muni bjóða fram lista í sveitastjórnarkosningum á næsta ári.
Í framhaldinu verður skipað kosningaráð og uppstillingarnefnd sem tekur til starfa á næstu vikum.
„Það er sannfæring stjórnar að áherslur flokksins um félagshyggju og umhverfisvernd eigi ekki síður erindi við bæjarstjórn nú sem áður. Þá mun flokkurinn leggja sérstaka áherslu á gagnsæi, lýðræðisleg vinnubrögð og bætta stjórnsýslu í sinni stefnu,“ segir í tilkynningu frá Davíð Arnari Stefánssyni, formanni VG í Hafnarfirði.


