fbpx
Þriðjudagur, júní 25, 2024
HeimFréttirPólitíkDylgjur Sjálf­stæðis­­flokksins í bæjarstjórn Hafnarfjarðar

Dylgjur Sjálf­stæðis­­flokksins í bæjarstjórn Hafnarfjarðar

Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar

Sjálfstæðisflokknum er sama þótt dómsmálaráðherra beri ábyrgð á því að setja dómskerfið í uppnám og gera nýtt dómsstig, Landsrétt, nánast óstarfhæft. Í ljósi þessa umburðarlyndis til vondra vinnubragða og spillingar þarf ekki að koma á óvart þó þeim finnist í góðu lagi að nota siðareglur kjörinna fulltrúa til þess að reyna að þagga niður í óþægilegri umræðu í bæjar­stjórn Hafnarfjarðar. Það hef­ur Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði nú gert með for­mann skipu­lags- og byggingar­ráðs, Ólaf Inga Tómasson, í broddi fylkingar.

Neitar að vísa málinu áfram – eða biðjast afsökunar

Hann hefur sakað fulltrúa minni­hlut­ans í bæjarstjórn, og þá sérstaklega Öddu Maríu Jóhannsdóttur, bæjar­full­trúa Samfylkingarinnar, um að hafa brotið siðareglur kjörinna full­­­trúa með bókun og um­­ræðu­ um vandræðaganginn vegna lóðamála í Skarðshlíð. Skorað hefur verið á formann skipulags- og bygg­ingarráðs að vísa málinu í eðlilegan farveg og fá úr því skorið hvort bæjar­fulltrúar minni­hlutans hafi brotið siða­reglur. Hann hefur neitað að gera það sem og að biðjast afsökunar á um­­mælum sínum.

Oddvitinn þegir þunnu hljóði

Framkoma formannsins gagnvart félögum sínum í bæjarstjórn er með miklum ólíkindum en sýnir um leið viðhorf Sjálfstæði­flokksins til stjórn­sýslunnar og meðferðar valds. Aðrir bæjarfulltrúar flokksins hafa lagt bless­un sína yfir þessar makalausu ásakanir. Nyti Sjálfstæðisflokkurinn raun­veru­­legrar forystu í bæjar­stjórn yrði svona vitleysa að sjálfsögðu stöðvuð. Það hefur oddvitinn hins vegar ekki gert heldur lagt blessun sína yfir dylgjurnar með þögn sinni.

Ekki þöggunartæki fyr­ir Sjálfstæðis­flokkinn

Siðareglur kjörinna fulltrúa í Hafnar­firði voru ekki hugsaðar sem þögg­unartæki fyrir Sjálfstæðismenn til þess að breiða yfir málefnafátækt þeirra. Mark­mið reglnanna er að skilgreina það hátterni og viðmót sem ætlast er til að kjörnir fulltrúar sýni af sér við störf sín fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar. Það er kannski orðið tímabært að minna bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á það.

Árni Rúnar Þorvaldsson skipar 5. sætið á lista Samfylkingarinnar.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2