fbpx
Sunnudagur, desember 3, 2023
HeimFréttirMenning og mannlífBæjarbíó hlaut Hvatningarverðlaun Markaðsstofu Hafnarfjarðar

Bæjarbíó hlaut Hvatningarverðlaun Markaðsstofu Hafnarfjarðar

Árleg Hvatningarverðlaun Markaðsstofu Hafnarfjarðar voru veitt í annað sinn í gær í Hafnarborg.

Hvatningarverðlaunin í ár komu í hlut Bæjarbíós og rekstraraðilum þess þeim Páli Eyjólfssyni og Pétri Stephensen. Verðlaunin fengu þeir fyrir að hafa lyft bæjaranda Hafnarfjarðar með starfsemi sinni og athöfnum og eru verðlaunin þakklætisvottur Markaðsstofunnar fyrir óeigingjarnt starf við að gera Hafnarfjörð að betra samfélagi.

Í umsögn stjórnar Markaðsstofunnar segir að Bæjarbíó hafi boðið upp á framúrskarandi fjölbreytileika í tónleikahaldi og viðburðum en um 100 viðburðir og tónleikar voru haldnir í Bæjarbíói á síðasta ári. „Bæjarbíó laðar að miðbænum gesti alls staðar að og glæðir bæinn lífi. Innkoma Bæjarbíós hefur verið mikil lyftistöng fyrir Hafnarfjörð og margfeldisáhrifin hafa haft jákvæð afleidd áhrif fyrir fyrirtækin í bænum.

Auk þess var komið á fót í Bæjarbíói nýrri árlegri þriggja daga tónlistar- og bæjarhátíð „Hjarta Hafnarfjarðar“. Þar sem boðið var upp á stórskotalið íslenskrar tónlistar sem gestir hátíðarinnar kunna sannarlega vel að meta. Það er því óhætt að segja að þeir Páll og Pétur hafi komið inn með krafti og gleði á árinu 2017 og eru vel að verðlaununum komnir.“

Frá afhendingu verðlaunanna í Hafnarborg

Viðurkenningar

Stjórn Markaðsstofunnar veitti auk þess tvær viðurkenningar.

Ingvar Guðmundsson í Dyr ehf. ásamt formanni og framkvæmdastjóra Markaðsstofu Hafnarfjarðar.

Ingvar Guðmundsson eiganda Dyr ehf. var veitt viðurkenning fyrir að hafa verið í fararbroddi og stuðlað að skemmtilegri uppbyggingu að Strandgötu 75. Í umsögn stjórnarinnar segir að það hafi hann gert með vali sínu á þeim fyrirtækjum sem fengið hafa inni í húsnæðinu og þannig stuðlað að afar blómlegri starfsemi í húsinu, og sýnt fram á hverju hægt er að áorka með því að bjóða upp á fjölbreytt framboð verslunar og þjónustu sem kallar fram líflegt mannlífog menningarstarfsemi og laðað þannig að bæði íbúa og gesti. „Viðurkenningin er þakklætisvottur Markaðsstofunnar til Ingvars fyrir að hafa breytt bæjarmyndinni til hins betra og fyrir að taka samfélagslega ábyrgð og ákveða hvers konar fyrirtæki/starfsemi eiga að vera í sínu atvinnuhúsnæði og stuðla þannig að bættum bæjarbrag.“

Guðrún Sæmundsdóttir í Dalakofanum ásamt formanni og framkvæmdastjóra Markaðsstofu Hafnarfjarðar.

Systrunum Guðrúnu og Sjöfn Sæmundsdætrum í Dalakofanum var einnig veitt viðurkenningu fyrir þrautseigju, einurð og fyrir að hafa staðið vaktina allan þennan tíma en fyrirtækið var stofnað árið 1975. Í umsögn stjórnar Markaðsstofunnar segir: „Þær systur eru einstakir gleðigjafar og setja svip sinn á mannlífið í miðbænum. Við erum svo heppin hér í Hafnarfirði að eiga fjölmörg fyrirtæki eins og Dalakofann sem eiga sér langa sögu og hafa staðið vaktina á öllum tímum fyrir okkur Hafnfirðinga og það bera að þakka.“

Ummæli

Ummæli

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjustu greinar

H2