fbpx
Föstudagur, október 4, 2024
HeimFréttirUmhverfiðErfiður uppvöxtur andarunga á Læknum

Erfiður uppvöxtur andarunga á Læknum

Lítill ungi sem bjargað hafði verið lifði ekki daginn af

Sjálfboðaliði með veikburða ungann.
Sjálfboðaliði með veikburða ungann.

Endur hafa átt erfitt með að koma upp ungum á Læknum í Hafnarfirði undanfarin ár og hefur lögreglumaðurinn Guðmundur Fylkisson ráðist í verkefnið Project Henry sem miðast að því að verja varpstaðina og reyna að minnka afföll unga á Læknum.

Eiga ungarnir ýmsa óvini og jafnvel aðrir andarungar herja á minni unga. Einn lítill andarungi varð fyrir áras annarra andarunga í dag ofan við Strandgötu þar sem sjálfboðaliðar frá S-Kóreu björguðu honum. Var hann frekar vankaður þegar ljósmyndara Fjarðarfrétta bar að. Útvegaði hann pappakassa og kom honum fyrir í örugga geymslu í Einarsbúð þar sem Ingimar Haraldsson tók að sér að gæta hans þar til Guðmundur kæmist til að sinna honum.

Um 17 ungar voru á Læknum í dag.
Um 17 ungar voru á Læknum í dag.

En lífið er ekki dans á rósum hjá þessum ungum og þessi litli ungi lifði daginn ekki af en um 17 ungar, nokkuð stálpaðir sáust á Læknum ofan Strandgötu.

Project Henry

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2