Erfiður uppvöxtur andarunga á Læknum

Lítill ungi sem bjargað hafði verið lifði ekki daginn af

Sjálfboðaliðar frá S-Kóreu, Hong Kong og Taiwan með ungann en 11 sjálboðaliðar hafa verið að hreinsa Lækinn undanfarna viku.
Sjálfboðaliði með veikburða ungann.
Sjálfboðaliði með veikburða ungann.

Endur hafa átt erfitt með að koma upp ungum á Læknum í Hafnarfirði undanfarin ár og hefur lögreglumaðurinn Guðmundur Fylkisson ráðist í verkefnið Project Henry sem miðast að því að verja varpstaðina og reyna að minnka afföll unga á Læknum.

Eiga ungarnir ýmsa óvini og jafnvel aðrir andarungar herja á minni unga. Einn lítill andarungi varð fyrir áras annarra andarunga í dag ofan við Strandgötu þar sem sjálfboðaliðar frá S-Kóreu björguðu honum. Var hann frekar vankaður þegar ljósmyndara Fjarðarfrétta bar að. Útvegaði hann pappakassa og kom honum fyrir í örugga geymslu í Einarsbúð þar sem Ingimar Haraldsson tók að sér að gæta hans þar til Guðmundur kæmist til að sinna honum.

Um 17 ungar voru á Læknum í dag.
Um 17 ungar voru á Læknum í dag.

En lífið er ekki dans á rósum hjá þessum ungum og þessi litli ungi lifði daginn ekki af en um 17 ungar, nokkuð stálpaðir sáust á Læknum ofan Strandgötu.

Project Henry

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here