Um 400 börn dorguðu í Flensborgarhöfn

Ánægð með kolann.

Hátt í 400 börn tóku þátt í árlegri dorgveiðikeppni sumarnámskeiða Hafnarfjarðarbæjar í Flensborgarhöfn og var eftirvæntingin mikil og tilburðir bæði líflegir og skemmtilegir. Verðlaun voru veitt fyrir flestu fiskana, stærsta fiskinn og furðufiskinn 2022. Veiddust  koli, ufsi, þorskur og marhnútur. Meiri afli skilaði sér á land í ár en síðustu ár en núna í fyrsta skipti var smokkfiskur í boði sem beita og virtist það skila árangri.

Verðlaunahafar

Hinn 11 ára gamli Ómar Hugi Hjálmarsson, hlaut verðlaun fyrir stærsta fiskinn, kola sem vigtaði 359 g.

Emil Snær Ágústsson hlaut verðlaun fyrir furðufisk ársins sem reyndist vera litfagur marhnútur.

Þorri Strand Barkarson veiddi flesta fiska í keppninni í ár en hann dró á land fjóra fiska og skammt á eftir honum var Karitas Ósk Jónasardóttir með þrjá fiska.

Einbeittir veiðimenn.
Stoltur með fiskinn sinn.
Fjölmennt var á öllum flotbryggjum.

Ummæli

Ummæli