Sveitarstjórnarráðuneytið úrskurðar ekki fyrir kosningar!

Bæjarbúar munu því ganga til kosninga með óvissuna um úrskurð ráðuneytisins um meint embættisafglöp

Frá síðasta fundi bæjarstjórnar á kjörtímabilinu

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur til skoðunar kvörtun tveggja varabæjarfulltrúa í bæjarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar, þeirra Borghildur Sturludóttur og Péturs Óskarssonar fulltrúa Bjartrar framtíðar vegna tiltekinna atriða sem varða m.a. kjörgengi og forföll bæjarfulltrúa og framkvæmd funda bæjarstjórnar.

Hafði ráðuneytið sent bæjarstjórn ítarlegar fyrirspurnir sem svarað var innan tímamarka. Samt hefur ráðuneytið enn ekki úrskurðað í málinu og ekki er að vænta úrskurðar fyrir kosningar.

Bæjarbúar munu því ganga til kosninga með óvissuna um úrskurð ráðuneytisins um meint embættisafglöp hjá bæjarstjórn Hafnarfjarðar og stjórnsýslu bæjarins.

Sveitarstjórnarráðuneytið kallar eftir upplýsingum um embættisfærslur

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here