fbpx
Laugardagur, maí 18, 2024
HeimFréttirGaf leyfi fyrir gámastæði þar sem fimm hæða hús á að rísa

Gaf leyfi fyrir gámastæði þar sem fimm hæða hús á að rísa

Steypt gámastæði er af nákvæmlega sömu stærð og ósamþykkt 5 hæða hús við Fornubúðir

Á þriggja manna afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 31. október sl. var samþykkt heimild fyrir að steypt yrði gámastæði og reist girðing að Fornubúðum 5, en þar stendur styr um byggingu 5 hæða, tæplega 21 m hás húss, sem að hluta á að nota undir höfuðstöðvar Hafrann­sóknarstofnunar.

Það sem gerir þessa samþykkt sérstaka er að deiliskipulagið sem heimilaði bygginguna var fellt úr gildi og þar með byggingarleyfið sjálft.

Kynningarfundur í dag kl. 17

Gera þarf aðalskipulagsbreytingu sem er í auglýsingu en breyting á deili­skipulagi lóðarinnar verður kynnt á opn­um fundi sem haldinn verður í dag, fimmtudag, kl. 17 að Norðurhellu 2.

Grunnmynd af 1. hæðinni á fyrirhugaðri byggingu sem ekki er heimilt að byggja sett saman við teikningu af gámastæðinu.

Stærðin á gámastæðinu, undirstöður og hæð eru alveg í samræmi við þær teikningar sem höfðu verið samþykktar að húsnæði Hafrannsóknarstofnunar sem er um þriðjungur af því byggingar­magni sem leyfa átti.

Með þessu gátu menn því byggt sökkla og plötu fyrir byggingu sem engin heimild er til að byggja. „Þetta er snilld að láta sér detta þetta í hug,“ segir einn ónefndur embættismaður hjá Hafnarfjarðarbæ.

Skilafrestur athuga­semda til 4. desember

Breyting á aðalskipulagi sem felst í að landnotkun er breytt og tillaga að breyttu deiliskipulagi Suðurhafnar í samræmi við breytingu á aðalskipulagi sem í raun er gerð til að leyfa þessa viðbyggingu við Fornubúðir 5, m.a. undur starfsemi Hafrannsóknar­stofn­unar, hefur verið auglýst og er athuga­semdur til 4. desember nk. Þetta má sjá í auglýsingu sem ekki hefur verið birt í bæjarblaði í Hafnarfirði og það vekur athygli að deiliskipulagsbreytingarinnar er ekki getið í kaflanum „Skipulag í kynningu“ á heimasíðu bæjarins.

Þá er fundurinn í dag heldur ekki auglýstur í bæjarblaði í Hafnarfirði

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2