Oddviti Bæjarlistans fékk hvatningarrós frá Samfylkingunni

Stjórnmálaflokkarnir keppast við að heilla fólk og beita ýmsum brögðum. Bragð er að þá barnið finnur svo kannski horfir fólk á verkin frekar en gjafirnar.

Á hjólaferð um bæinn rakst ljósmyndari Fjarðarfrétta á nokkrum stöðum á fulltrúa Samfylkingarinnar dreifa rósum sem þeir hafa gert síðan á níunda tug síðustu aldar.

Oddviti Bæjarlistans bar að garði við eigin kosningaskrifstofu með appelsínu, C vítamín frá Viðreisn og lítinn súkkulaðurúsínupoka frá Sjálfstæðisflokknum. Þangað mætti svo frambjóðandi Samfylkingarinnar með rauða rós sem oddviti Bæjarlistans fagnaði og vel fór á með þeim.

Ummæli

Ummæli