fbpx
Fimmtudagur, febrúar 22, 2024
HeimFréttirNýr Kebabstaður - Kebab Fjörður

Nýr Kebabstaður – Kebab Fjörður

Fær góð viðbrögð fyrir góðan mat og lágt verð

Nýlega var opnaður nýr Kebab veit­inga­staður á fyrstu hæðinni í Firði með nafninu Kebab Fjörður.

Eigandinn er Sigríður Þráinsdóttir, sem er Reykvíkingur en sá gullið tæki­færi til að skapa sér góðan starfsvettvang. Hún segir að hún hafi sérfrótt fólk sér við hlið við að þróa staðinn en hún segir viðtökurnar hafi strax verið mjög góðar, þó rólega hafi verið farið af stað.

Veitingastaðurinn er í vesturenda Fjarðar þar sem hamborgarastaður var áður. Hefur húsnæðið verið tekið í gegn og vel tekist til.

Matseðillinn er fjöl­breyttur og mun þróast með tímanum að sögn Sigríðar en allir réttir kosta í dag undir 2.000 kr. Segir hún að búast megi við nýjungum strax alveg á næstunni.

Blaðamaður sann­reyndi að maturinn er afbragðs góður, allt efni ferskt og kjötið alveg ný eldað.

Enginn réttur á matseðli er dýrari en 1.990 kr.!

Er staðurinn enn einn staður í glæsta veitingahúsaflóruna í Hafnarfirði.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2