Mikill viðbúnaður vegna skútu sem hvolfdi í Hafnarfjarðarhöfn

Skúta dregin til hafnar í kvöld en ekki er vitað hvort þetta sé skútan sem um er rætt í fréttinni.

Mikill viðbúnaður var á sjöunda tímanum í dag vegna skútu sem hvolfdi í Hafnarfjarðarhöfn. Björgunarsveit var kölluð út og viðbragðsaðilar voru mættir á staðinn.

Kom í ljós að þarna var siglingafólk á æfingu en það er nær daglegt brauð að sjá skútu hvolfa í höfninni og hægt hefur verið að fyljast með þegar skipverjar koma skútunum á réttan kjöl á ný.

Var útkall afturkallað en þetta er ekki í fyrsta sinn sem neyðaraðilum berst tilkynning um skútu á hvofli í höfninni.

Siglingaklúbburinn þytur æfir í höfninni og er með öryggisbáta til að fylgjast með þeim ungmennum að æfingu. Reyndar var utanborðsmótor stolið af bát þeirra fyrir skömmu þar sem hann lá við bryggju.

Skúta rétt við

Hér má sjá hvernig lítilli skútu er komið á réttan kjöl fyrr í sumar.

Ummæli

Ummæli