fbpx
Sunnudagur, september 8, 2024
HeimFréttirMargrét Eir og Björgvin Halldórsson í fyrsta skipti saman í dúett

Margrét Eir og Björgvin Halldórsson í fyrsta skipti saman í dúett

Syngja saman nýtt kántrýskotið lag

Hljómsveitin Thin Jim gaf út nýtt lag í vikunni og sérstakur gestur var enginn annar en Björgvin Halldórsson. Í hljómsveitinni eru þau Margrét Eir söngkona og bassaleikarinn Jökull Jörgensen. Þau eru þó alls ekki ein því að hljómsveitin kemur fram sem Thin Jim and the Castaways sem er um 25 manna sveit tónlistarmanna.

Jökull Jörgensen og Margrét Eir. – Ljósm.: Steve Lorenz

Lag og texti  er eftir Jökul Jörgensen og var platan tekin upp að hálfu leyti í Hafnarfirði hjá Hafþóri Tempó sem er með aðstöðu sína í gamla Hljóðrita.

Þó lagið sé kántrý skotinn smellur er alvarlegur undirtónn í textanum. Hlýða má á lagið hér.

Lagið ber nafnið Piltur og stúlka.

Hvað mun verða um lítinn strák
þegar tilveran verður smá
Hann sem tyllti sér á stein
og heiminn allan sá

Hvað verður um litla mey
þegar móðurfaðmur hlýr
hverfur út í tímans haf
og aldrei aftur snýr

Ef við litumst aðeins um
þá lifa þau í þér og mér..

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2