Tekið jákvætt í hænsnahald í byggð

Vill vera með hænur í Áslandinu

Hænsnahald virðist njóta vaxandi vinsælda.

Emilía Karlsdóttir, húseigandi við Svöluás, sótti fyrir skömmu um leyfi til að halda 4-6 hænur í garði sínum. Tók hún sérstaklega fram að ekki væri verið að sækja um leyfi til að vera með hana.

Segir hún í umsókn sinn það hafa verið gamlan draum þeirra hjóna og segir börn og barnabörn séu líka spenn sem og næstu nágrannar.

Bæjarráð tók málið fyrir á fundi sínum í morgun og tók jákvætt í erindið en óskar eftir því að umhverfis- og skipulagsþjónusta gefi umsögn um umsóknina og móti í kjölfarið sérstakar reglur um hænsnahald.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here