fbpx
Þriðjudagur, mars 5, 2024
HeimFréttirLið í 9. sæti sigraði topplið FH

Lið í 9. sæti sigraði topplið FH

KR sigraði topplið FH á heimavelli þess

Mjög góð mæting var á leik FH og KR í úrvalsdeild karla í fótbolta í kvöld eða um 2.400 áhorfendur. Þó langt sé á milli liðanna í deildinni, KR var í 9. sæti fyrir þennan leik en FH í toppsætinu, þá er alltaf mikil spenna þegar þessi tvö lið mætast.

Það var svo nú og virtist þessi spenna leggjast á leikmenn því vart er hægt að segja að leikurinn hafi verið mjög skemmtilegur, mikið hnoð með boltann og góð færi ekki mörg.

Eftir nokkurn darraðardans fyrir framan mark KR án þess að FH-ingar kæmu skoti að marki átti KR sakleysislega sókn undir blálok leiksins að Kennie Knak Chopart sem skoraði fyrir KR eftir sendingu frá Jeppe Hansen.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2