Kosið um skæruverkföll og vinnustöðvun hjá Rio Tinto á Íslandi

Kosið um skæruverkföll og vinnustöðvun í álverinu í Straumsvík

Það má segja að nú logi allt í vinnudeilum í álverinu þó þessi reykur sé annar og af ókunnum toga.

Atkvæðagreiðsla um vinnustöðvun hjá Rio Tinto á Íslandi hf.

Í könnun meðal félagsmanna Hlífar sem starfa í álverinu í Straumsvík kom fram yfirgnæfandi stuðningur við aðgerðir til að knýja á um gerð kjarasamnings á grunni Lífskjarasamningsins.

Í síðustu viku voru haldnir tveir félagsfundir með starfsfólki og gerð könnun í kjölfarið. Könnunin hófst á föstudagskvöldið og stóð í tvo sólarhringa. Þátttakan var mjög góð, ekki síst í ljósi stutts fyrirvara og þess skamma tíma sem könnunin stóð.

Meira en 90% þátttakenda vildu grípa til aðgerða.

Stéttarfélög starfsmanna Rio Tinto á Íslandi hf.; Verkalýðsfélaginu Hlíf, Félagi íslenskra rafvirkja, Félagi rafeindavirkja, VM – félagi vélstjóra og málmtæknimanna, FIT – félagi iðn- og tæknigreina og VR sendu í dag frá sér sameiginlega auglýsingu um atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun.

Félagar hvers stéttarfélags, sem eru starfsmenn Rio Tinto á Íslandi hf., munu greiða atkvæði sérstaklega um þá vinnustöðvun sem starfsmenn þess félags taka þátt í, en aðgerðaáætlun er stillt upp sameiginlega af öllum hlutaðeigandi stéttarfélögum.

Atkvæðagreiðslan verður rafræn og hefst klukkan 12 á hádegi föstudaginn 2. október í gegnum heimasíður félaganna og lýkur klukkan 13 miðvikudaginn 7. október nk.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna allra félaganna fer fram á skrifstofu Verkalýðsfélagsins Hlífar að Reykjavíkurvegi 64, föstudaginn 2. október kl. 13-16, mánudaginn 5. október kl. 9-16, þriðjudaginn 6. október kl. 9-16 og miðvikudaginn 7. október kl. 9-12.

Félagsmenn Hlífar greiða atkvæði um vinnustöðvun í formi skæruverkfalla sem hefjast laugardaginn 24. október 2020 og allsherjarverkfalli sem tekur við af þeim þriðjudaginn 1. desember 2020.

Félagsmenn Félags íslenskra rafvirkja greiða atkvæði um vinnustöðvun í formi skæruverkfalla sem hefjast föstudaginn 16. október 2020 og allsherjarverkfalli sem tekur við af þeim þriðjudaginn 1. desember 2020.

Félagsmenn Félags rafeindavirkja greiða atkvæði um vinnustöðvun í formi skæruverkfalla sem hefjast föstudaginn 16. október 2020 og allsherjarverkfalli sem tekur við af þeim þriðjudaginn 1. desember 2020.

Félagsmenn VM – félags vélstjóra og málmtæknimanna greiða atkvæði um vinnustöðvun í formi skæruverkfalla sem hefjast föstudaginn 16. október 2020 og allsherjarverkfalli sem tekur við af þeim þriðjudaginn 1. desember 2020.

Félagsmenn FIT – félags iðn- og tæknigreina greiða atkvæði um vinnustöðvun í formi skæruverkfalla sem hefjast föstudaginn 16. október 2020 og allsherjarverkfalli sem tekur við af þeim þriðjudaginn 1. desember 2020.

Félagsmenn VR greiða atkvæði um vinnustöðvun í formi skæruverkfalla sem hefjast mánudaginn 26. október 2020 og allsherjarverkfalli sem tekur við af þeim þriðjudaginn 1. desember 2020.

Ummæli

Ummæli