fbpx
Miðvikudagur, febrúar 28, 2024
HeimFréttirFrískir hlauparar í haustveðri í Haustmaraþoni

Frískir hlauparar í haustveðri í Haustmaraþoni

Hafnfirðingar á verðlaunapalli

Haustmaraþon Félags maraþonhlaupara var í morgun.

Veðrið var haustlegt og var nokkuð rok á hluta leiðarinnar en hlaupið var frá Elliðaárdal eftir Fossvoginum og vestur fyrir flugvöll og til baka. Það rigndi einnig á hlaupara sem létu það ekki á sig fá og sumir voru að ná sínum besta árangri. Góð stemmning var við markið og margir hvöttu hlauparana á leiðinni.

26 karlar hlupu heilt maraþon og 9 konur. 113 karlar hlupu hálft Maraþon en 94 konur.

Einar Eiríkur Hjálmarsson varð í öðru sæti og Stefán Gíslason í þriðja
Einar Eiríkur Hjálmarsson varð í öðru sæti og Stefán Gíslason í þriðja

Einar Eiríkur Hjálmarsson úr Hlaupahópi FH varð fremstur Hafnfirðinga í heilu maraþoni en hann var að hlaupa sitt annað maraþon. Bætti hann tíma sinn um ca. 18 mínútur og kom annar í mark á 3:12:17 klst.

Hildur Aðalsteinsdóttir
Hildur Aðalsteinsdóttir

Hildur Aðalsteinsdóttir úr Skokkhópi Hauka varð fyrst kvenna á 3:41:41 klst. Var hún einnig að hlaupa sitt annað maraþon og bætti hún tíma sinn um tæpar 47 mínútur!

Bryndís María Davíðsdóttir úr Hlaupahópi FH varð þriðja í flokki kvenna á 3:46:30

 Röð Maraþon karlar Félag Tími (klst)
1 Ívar Trausti Jósafatsson (55) Þríkó 3:11:26
2 Einar Eiríkur Hjálmarsson (44) Hlaupahópur FH 3:12:17
3 Stefán Gíslason (59) Flandri 3:22:42
Maraþon konur
1 Hildur Aðalsteinsdóttir (33) Skokkhópur Hauka 3:41:41
2 Kelli Palizzi (24) Ítalía 3:43:09
3 Bryndís María Davíðsdóttir (42) Hlaupahópur FH 3:46:30
5 Valgerður Rúnarsdóttir (52) Hlaupahópur FH 3:53:26
Hálft Maraþon karlar
1 Arnar Pétursson (25) ÍR 1:15:21
2 Sigurjón Sturluson (26) 1:18:01
3 Daniel MacDonald (36) 1:18:48
35 Hreiðar Júlíusson (50) Skokkhópur Hauka 1:36:59
39 Sigurður Ísólfsson (48) Hlaupahópur FH 1:38:07
51 Einar Ingimundarson (42) Hlaupahópur FH 1:41:42
60 Arnar Karlsson (47) Hlaupahópur FH 1:45:03
89 Hringur Baldvinsson (50) Hlaupahópur FH 1:54:30
Hálft Maraþon konur
1 Arndís Ýr Hafþórsdóttir (28) Fjölnir 1:28:00
2 Elín Edda Sigurðardóttir (27) Valur skokk 1:28:46
3 Sigrún Sigurðardóttir, (37) Frískir Flóamenn 1:37:06

 

Öll úrslit má sjá hér.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2