fbpx
Laugardagur, júlí 13, 2024
HeimFréttirFH fær bandarískan markvörð í knattspyrnu

FH fær bandarískan markvörð í knattspyrnu

Lindsey Harris gengur til liðs við FH

Markvörðurinn Lindsey Harris hefur skrifað undir samning við FH um að spila með meistaraflokki kvenna í knattspyrnu á komandi keppnistímabili.

Lindsey er 23 ára og kemur beint úr háskólaboltanum í Bandaríkjunum en undanfarin þrjú ár hefur hún spilað með University of North Carolina, sem er með eitt af sterkustu háskólaliðunum í Bandaríkjunum. Sjálf kemur Lindsey frá Austin í Texas. Að auki hefur Lindsey æft með U23 ára liði Bandríkjanna. Segir í tilkynningu frá FH að hún sé því öflugur markmaður sem kemur til með að styrkja lið FH næsta sumar í úrvalsdeildinni.

FH liðið endaði síðast tímabil í 6. sæti úrvalsdeildarinnar eftir að hafa komið upp úr 1. deildinni árið áður. Uppistaðan í FH liðinu eru ungar og efnilegar stelpur og því er árangur síðasta tímabils góður. Er það ætlun FH að byggja ofan á þennan góða árangur og stefnt er að því að búa til enn betra lið á næstu árum sem getur keppt við bestu lið deildarinnar.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2