fbpx
Miðvikudagur, október 9, 2024
target="_blank"
HeimFréttir90 ára félag eignast yfirbyggðan knattspyrnuvöll í fullri stærð - MYNDIR

90 ára félag eignast yfirbyggðan knattspyrnuvöll í fullri stærð – MYNDIR

Fyrsti fullstóri yfirbyggði knattspyrnuvöllurinn í Hafnarfirði vígður

Fimleikafélag Hafnarfjarðar hélt á laugardag upp á 90 ára afmæli félagsins með opnu húsi í Kaplakrika þar sem yfir 1000 manns mættu og kynntu sér starf deilda félagsins; knattspyrnu, handbolta, frjálsra íþrótta og skylminga.

Hápunktur dagsins var þó formleg vígsla knattspyrnuhússins Skessunnar, sem er fyrsti yfirbyggði knatt­spyrnu­völlurinn í Hafnarfirði í fullri stærð. Er húsið talið gjörbylta aðstöðu til knattspyrnuiðkunar.

Viðar Halldórsson, formaður FH sagði „Í dag opnum við glæsilegasta og hagkvæmasta knatthús landsins. Aðdragandinn hefur tekið sinn tíma en með þrautseigju höfum við náð markmiðinu, Skessan er risinn.“

Viðar Halldórsson, formaður FH

Byggingu hússins er þó ekki fulllokið og m.a. á eftir að byggja búnings- og geymsluaðstöðu við húsið vinnu við það á að ljúka á vetrarmánuðum.

Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri

Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri ávarpaði gesti, fagnaði nýja húsinu og færði félaginu 350 þús. kr. afmælisgjöf.

FH var stofnað 15. október 1929 af tíu mönnum undir forystu Hallsteins Hinrikssonar sem þá var nýráðinn til leikfimiskennslu í skólum bæjarins. Fimleikar voru fyrsta og eina íþrótta­greinin sem stunduð var hjá félaginu til að byrja með en síðar bættust við frjálsar íþróttir, handbolti, fótbolti og skylmingar. Fjórar síðastnefndu íþróttagreinar eru enn stundaðar hjá félaginu í dag. FH er eitt sigursælasta lið landsins og hefur unnið til fjölda Íslands- og bikarmeistaratitla á þessum 90 árum í öllum deildum bæði í karla- og kvennaflokki.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2