fbpx
Miðvikudagur, desember 4, 2024
target="_blank"
HeimFréttir11 milljónir til barna- og unglingastarfs íþróttafélaga í Hafnarfirði

11 milljónir til barna- og unglingastarfs íþróttafélaga í Hafnarfirði

Tíu íþróttafélög í Hafnarfirði fengu þriðjudaginn 7. júní afhentar 10,8 milljónir króna til styrktar barna- og unglingastarfi sínu frá Hafnarfjarðarbæ og Rio Tinto, sem rekur álverið í Straumsvík.

Þetta var fyrri úthlutun ársins af tveimur en alls nemur styrkurinn 18 milljónum króna á ári. Rio Tinto og Hafnarfjarðar­bær leggja fram 9 milljónir króna hvor.

Formlegt samstarf Rio Tinto, Hafnarfjarðarbæjar og Íþrótta­bandalags Hafnarfjarðar um að styðja við barna- og unglingastarf íþróttafélaganna í bænum hefur staðið allt frá árinu 2001.

Fulltrúi Golfklúbbsins Keilis tekur við styrknum úr hendi Rannveigar Rist. Haraldur L. Haraldssons bæjarstjóri l.t.v.
Fulltrúi Golfklúbbsins Keilis tekur við styrknum úr hendi Rannveigar Rist. Haraldur L. Haraldssons bæjarstjóri l.t.v.

Í fyrra var í fyrsta sinn tekinn upp jafnréttishvati sem felst í því að tvö félög fá 500.000 krónur hvort félag fyrir bestan árangur við að rétta hlut þess kyns sem hallar á varðandi fjölda iðkenda. Að þessu sinni hlutu Fimleika­félag Hafnarfjarðar og Sundfélag Hafnarfjarðar styrki fyrir bestan árangur í þessum efnum.

Skipting styrkjanna fer að öðru leyti eftir fjölda iðkenda 16 ára og yngri og menntunarstigi þjálf­ara. Íþróttafélögin sem hlutu styrk eru, í röð eftir fjárhæð: Fimleika­félag Hafnarfjarðar, Knatt­spyrnu­félagið Haukar, Fimleika­félagið Björk, Sund­félag Hafnar­fjarðar, Badminton­félag Hafnar­fjarðar, Dansíþrótta­félag Hafnar­fjarðar, Hesta­manna­­félagið Sörli, Golfklúbb­urinn Keilir, Hnefaleikafélag Hafn­arfjarðar og Íþróttafélagið Fjörður.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2