fbpx
Laugardagur, maí 18, 2024
HeimFréttirKristín María fékk foreldra­verðlaunin öðru sinni

Kristín María fékk foreldra­verðlaunin öðru sinni

7. bekkur Hraunvallaskóla fékk fyrstu hvatningarverðlaun ungmennahópa

Kristín María Indriðadóttir, um­­sjónar­maður fjölgreinadeildar Lækjar­skóla hlaut á þriðjudag Hvatningar­verðlaun Foreldraráðs Hafnarfjarðar 2018 fyrir störf sín fyrir fjölgreina­deildina og þá krakka sem hana sækja.

Í umsögn dómnefndar segir:

„Kristín María tekur á móti nemendum sínum með einstökum kærleika. Þeir nemendur sem koma til Stínu Mæju eins við köllum hana ávallt öðlast sjálfstraust aftur ef það hefur horfið, þeir trúa á sjálfan sig og umfram allt ná þeir þvílíkum framförum í námi. Hún bjargar mannslífum að mínu mati. Hún er fljót að átta sig á styrkleikum hvers og eins og vinnur eftir því.Nemendur sem voru farnir að upplifa sig tapara í nánast öllu öðlast nýtt líf og nýja sýn á sig sjálf og umhverfið

Foreldrasamskipti og foreldrasamstarf við fjölgreinadeildina eru sérstaklega til fyrirmyndar og eftirbreytni. Foreldrar eru ávallt velkomnir og við kíkjum í kaffisopa eins og við séum í heimsókn hjá ættingjum. Það er ávallt heitt á könnunni og tekið vel á móti foreldrum.

Nú er hún Stína okkar komin með réttindi til að hætta að vinna og held ég að þetta sé hennar síðasti vetur í kærleiksdeildinni. Hún og hennar fólk eiga svo mikinn heiður skilið og ég á erfitt með að hætta að hrósa þeim.“

Kristín María ásamt öðrum sem tilnefnd voru.

Alls bárust 15 tilnefningar frá foreldr­um og íbúum bæjarins um einstaklinga, félagasamtök eða stofnanir sem hafa stuðlað að auknu foreldrastarfi, bættum tengslum heimilis og skóla eða lagt að mörkum óeigingjarnt starf í þágu grunnskólabarna.

Þau sem eru tilnefnd eru:

  • Birna Dís Bjarnadóttir grunn­skólakennari,
  • Guðrún Mjöll Róberts­dótti, leikskólakennari,
  • Frístunda­heimili Hauka,
  • Helga Björg Jóhanns­dóttir, leiðbeinandi frístundar,
  • Helga Loftsdóttir kórstjóri,
  • Hilmar Erlends­son, grunnskóla­­kenn­ari Hraunvalla­skóla,
  • Hjördís Sigurbjartsdóttir foreldri,
  • Hrafnhildur Helgadóttir grunnskóla­­kennari,
  • Ingibjörg Thomsen sér­kennslufulltrúi,
  • Jörgen Freyr Ólafsson handboltaþjálfari,
  • Kristinn Jónasson körfuboltaþjálfari,
  • Kristín María Indriðadóttir, fjölgreinadeild Lækjar­skóla,
  • Rannveig Hafberg aðstoðar­skólastjóri,
  • Sigurborg Geirdal Ægis­dóttir
  • Sjöfn Jónsdóttir klifurþjálfari.

Hvatninga­verðlaun ungmenna­hópa

Söfnuðu  129 þúsund kr. í kökusölu fyrir Reykjaferð, en ákváðu að gefa skólabróður sínum í 4. bekk ágóðann sem nýlega greindist með hvítblæði

Fulltrúar 7. bekkjar Hraunvallaskóla ásamt öðrum sem tilnefndir voru.

Starfsfólk grunnskólanna tilnefndi til hvatningarverðlauna ungmennahópa, sem hafa skarað fram úr í eflingu félagsstarfs, unnið að góðgerðarmálum eða stutt við þá sem minna mega sín, en þeir eru:

  • 10. bekkur Víðistaðaskóla,
  • 6. bekkur Víðistaðaskóla,
  • 8. bekkur Öldu­túnsskóla
  • 7. bekkur Hraun­vallaskóla

Það var svo 7. bekkur Hraunvallskóla sem hreppti verðlaunin en bekkurinn hafði safnað hárri upphæð fyrir Reykjaferð en gáfu svo upphæðina til skólabróður með hvítblæði.

Glæsilegir nemendur 7. bekkjar Hraunvallaskóla með verðlaunin, ásamt kennurum og stuðningsfólki sem eru: Ásgeir Rafn Birgisson, Guðbjörg Harpa Valdimarsdóttir, Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir og Hilmar Örn Erlendsson umsjónarkennarar, Jóna Margrét Jóhannsdóttir skólalið og Ólafí Gerður Davíðsdóttir stuðningsfulltrúi.

Umsögn dómnefndar

Umhyggjusemi, einlægni og óeigingirni

Þau söfnuðu 129.181.- kr. í kökusölu fyrir Reykjaferð, en ákváðu að gefa skólabróður sínum í 4. bekk ágóðann sem nýlega greindist með hvítblæði

Í umsögninni sem fygldi tilnefningunni segir að þegar kennarinn tilkynnti móður litla drengsins um gjöfina, þá spurði hún: Hvernig börn eru þið að ala upp?  Eina svarið sem hún gat gefið henni var: Snillingar.

„Gjafmildi og samhugur 7. bekkjar Hraunvallaskóla og stuðningur í verki við yngri skólabróður sinn er okkur til eftirbreytni og fyrirmyndar.“

Stefán Már Gunnlaugsson, formaður Foreldraráðs Hafnarfjarðar ávarpar bekkinn

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2