fbpx
Föstudagur, apríl 19, 2024
HeimFréttirSkólamálStarfa- og mennthlaðborð í Flensborg

Starfa- og mennthlaðborð í Flensborg

Fyrirtækjum boðið að taka þátt

Nemendum í Flensborg verður þann 21. febrúar nk. í fyrsta sinn boðið upp á starfa- og menntahlaðborð þar sem fyrirtækjum, háskólum og starfsnámsskólum er boðið að kynna það sem þeir hafa upp á að bjóða.

Starfa- og menntahlaðborði er ætlað til að styðja við val nemenda og auka þekkingu þeirra og víðsýni um nám og gera þeim þannig betur kleift að taka upplýsta ákvörðun um framtíðaráform sín.

„Markmið okkar með starfa- og menntahlaðborðinu er tvíþættur. Annars vegar að hvetja okkar nemendur til að vera markviss í náms- og starfsvali strax við upphaf náms hjá okkur og taka upplýsta ákvörðun um framtíð sína. Hins vegar að opna skólann okkar og efla tengslin við nærsamfélagið og gefa fyrirtækjum tækifæri til að kynna starfsemi sína og mannauð fyrir framtíðar viðskiptavinum og starfsmönnum. Við bjóðum einnig til okkar fjölmörgum menntastofnunum til að kynna fjölbreytt námsval,“ segir Bryndís Jóna Jónsdóttir, kennari og verkefnastjóri í Flensborg.

Þessi nýjung í skólastarfinu í tengslum við áfangakeðju sem nemendur á fyrsta og öðru ári eru allir í og kallast HÁMArk. Þessi áfangi sameinar lífsleikni og umsjón en með nýju sniði og áherslu á jákvæða sálfræði og núvitund. Fjögur megin þemu eru í áfangakeðjunni, eitt á hverri önn, þ.e. hugarfar, styrkleikar og menntun, sjálfsvitund og núvitund og loks samfélagsleg þátttaka. Undanfarnar vikur hafa nemendur á fyrsta og öðru ári verið að vinna með styrkleika og áhugasviðsgreiningar og fá svo tækifæri á starfa- og menntahlaðborðinu til að kynna sér betur nám og störf tengd styrkleikum og áhuga. Segir Bryndís Jóna að með þessu vilji skólinn skerpa á þekkingu nemendanna á námi og störfum og auka þekkingu þeirra og víðsýni.

Kynningarnar verða 40 mínútna langar og haldnar tvisvar hver og verða fyrirtækin/skólarnir í kennslustofum eða verða með kynningarbása á göngum skólans.

Öll fyrirtæki í Hafnarfirði eiga að hafa fengið póst um þetta með boð um þátttöku en einnig hefur völdum fyrirtækjum utan bæjarins verið boðið að taka þátt og er vonast eftir sem fjölbreyttastri flóru fyrirtækja.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2