Myndir frá þjóðhátíðardeginum í Hafnarfirði

Njótið og deilið

Víkingar mæta í skrúðgöngu

Líflegt var á hátíðarhöldum þjóðhátíðardagsins í Hafnarfirði. Skátafélagið Hraunbúar og Lúðrasveit Hafnarfjarðar leiddu fjölmenna skrúðgöngu frá skátaheimilinu og að Thorsplani en í miðbænum var fjölbreytt dagskrá. Ljósmyndari Fjarðarfrétta var á staðnum og tók fjölmargar myndir.