fbpx
Fimmtudagur, júní 13, 2024
HeimFréttirVinstri beygja bönnuð við Geymslusvæðið

Vinstri beygja bönnuð við Geymslusvæðið

Vegna framkvæmda Vegagerðarinnar við tvöföldun Reykjanesbrautar er fyrirhugað að breyta vegtengingu að Geymslusvæðið frá Reykjanesbraut.

Margir hafa gert kröfu um þetta bann með þeim rökum að mikil hætta skapist af því þegar akrein er þveruð á umferðarþungri Reykjanesbrautinni.

Í framhaldi af því bókaði umhverfis- og framkvæmdaráð og lagði til við Vegagerðina að lokað verði tafarlaust fyrir vinstri beygju á gatnamótunum við geymslusvæðið.

Samhliða því er hafinn undirbúningur að því að loka vegtengingunni og færa hana vestar til bráðabirgða, eða þar til nýr vegur um Stálhellu verður tilbúinn. Gert er ráð fyrir að bráðabirgðaleiðin verði tilbúin um miðjan júní.

Í september hefst vinna ÍAV við undirgöng við Straumsvík og er áætlað að sú vinna standi yfir fram á haust 2025.

Framtíðartenging frá undirgöngum við álverið og að Stálhellu.
Ýmsir hafa þó velt því fyrir sér af hverju vegurinn tengist ekki við Álfhellu sem bætir vegtenginu við allt iðnaðarsvæðið. Hluti Álfhellu við Kvartmíluklúbbinn er nú lokuð gata með manir sínu hvoru megin og ekki í samræmi við deiliskipulag.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2