fbpx
Þriðjudagur, janúar 18, 2022

Undirrituðu viljayfirlýsingu um að húsnæði Tækniskólans verði í Hafnarfirði

Fulltrúar stjórnvalda, bæjaryfirvalda í Hafnarfirði og Tækniskólans undirrituðu nýlega viljayfirlýsingu um byggingu framtíðarhúsnæðis fyrir skólann við Suðurhöfnina í Hafnarfirði.

Í tilkynningu segir að þörf Tækniskólans fyrir nýtt húsnæði sé mjög brýn, enda starfi hann nú í níu byggingum víða um höfuðborgarsvæðið. Með nýrri skólabyggingu er ætlunin að sameina starfsemina undir einu þaki, í nútímalegu húsnæði sem uppfyllir þarfir skólans og nemenda hans.

Stefnt er að því að niðurstaða greiningarvinnu liggi fyrir í lok nóvember 2021

Lilja D. Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar og Egill Jónsson stjórnarformaður Tækniskólans skrifuðu undir yfirlýsinguna.

Í henni sammælast þau um að skipa fulltrúa í verkefnastjórn, rýna fyrirliggjandi þarfagreiningar og tillögur um fyrirkomulag eignarhalds og fjármögnun verkefnisins.

Hafnarfjarðarbær leggur fram stofnfjárframleg í formi lóðar án kvaða og gjalda og beint fjárframlag

Þá staðfestir Hafnarfjarðarbær vilja bæjaryfirvalda til að leggja fram stofnfjárframlag frá bænum í formi lóðar án kvaða og gjalda, ásamt beinu fjárframlagi samkvæmt nánara samkomulagi þar um. Stefnt er að því að niðurstaða greiningarvinnu liggi fyrir í lok nóvember 2021. Ekki kemur fram hver mögulegur kostnaður Hafnarfjarðarbær verði.

Tengdar fréttir

Fylgjstu með

3,319AðdáendurLíka við
53FylgjendurFylgja
0áskrifendurGerast áskrifandi
- Auglýsing -spot_img

Nýjustu greinar