fbpx
Þriðjudagur, mars 5, 2024
HeimFréttirUmhverfiðUmhverfissóðar henda drasli í bæjarlandinu

Umhverfissóðar henda drasli í bæjarlandinu

Henti múrbrotum í rústir gamalla bragga við Herjólfsgötu

Það er hreint með ólíkindum sem fólk leggur á sig til þess að losa sig við rusl þar sem það á alls ekki heima. Víða í bæjarlandinu eru ummerki umhverfissóða, gamlar eldavélar, garðaúrgangur, innréttingar og bílhlutir. Öðrum íbúum blöskrar þessi umgengni en ekkert nema sameiginlegt átak og fræðsla bætir umgengni bæjarbúa.

Fyrir utan þessa stóru hluti eru ísbox, kaffimál, sígarettustubbar, skyrdósir og aðrar umbúðir fjúkandi um bæinn, jafnt í miðbænum sem í öðrum hverfum og engir nema við – bæjarbúar sjálfir getum bætt þetta ástand.

Ruslafötur eru ekki lausn en hjálp til að losa sig við rusl. Við berum ábyrgð á okkar rusli sjálf!

Íbúi tók mynd af þessum múrbrotum við Herjólfsgötu á sunnudaginn sem einhver hefur losað þar í heimildarleysi.

Uppfært kl. 20:45 Fjarlægð mynd og vangaveltur íbúa að hann jafnvel séð múrbrotin í kerru við götu í bænum. Beðist er velvirðingar á þeirri birtingu.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2