fbpx
Mánudagur, maí 20, 2024
HeimFréttirKvikmyndataka í fjósinu í Krýsuvík

Kvikmyndataka í fjósinu í Krýsuvík

Ævintýrið í Krýsuvík - Er kominn tími til nýs ævintýris?

Fjósið í Krýsuvík má muna fífil sinn fegri enda að niðurlotum komið, bókstaflega enda þakið hrunið. Aldrei var það þó notað sem fjós en þar munu um tíma hafa verið refir og svín en var lengi notað sem geymsla.

Um þessar myndir eru starfsmenn á vegum kvikmyndafyrirtækisins True North við störf við fjósið, eru að gera þar leikmynd fyrir erlenda kvikmynd sem þar á að taka upp. Er m.a. verið að mála súrheysturnana svo þeir líti út eins og stálturnar og gömlum tækjum og vélum verður komið fyrir sem hluti af leikmyndinni.

Kvikmyndataka við Kleifarvatn – í landi Grindavíkur.

Ævintýrið í Krýsuvík

Árið 1935 var ákveðið að leggja Suðurlandsbraut um Krýsuvík til að fá snjóléttan vetrarveg milli Árnessýslu og Reykjavíkur. Árið 1945 var lagningu vegar fyrir Kleifarvatn lokið og árið eftir hófst borun eftir jarðhita í Krýsuvík. Gróðurhús voru reist og tekin í notkun í mars 1949 ásamt húsi fyrir starfsfólk. Tveimur árum síðar hófst bygging bústjórahúss og 130 gripa fjóss sem aldrei var lokið því 1950 var framkvæmdafé á þrotum. Þá hafði ræst úr mjólkurskorti bæjarbúa með bættum samgöngum við Suðurland. Framkvæmdir hófust að nýju í Krýsuvík 1954 er 15 hektarar voru teknir í fulla ræktun. Keypt voru 100 gimbralömb og flest varð féð um 650 áður en þessum rekstri var hætt nokkrum árum síðar. Gróðrarstöðin og búskapurinn gengu ekki vel og illa hélst á starfsfólki. Var búrekstri af hálfu bæjarins hætt í Krýsuvík 1960.

Í þessu húsi gistu drengir sem voru í vinnuskóla Hafnarfjarðarbæjar í Krýsuvík.

Árið 1953 kom Hafnarfjarðarbær á fót vinnuskóla í Krýsuvík fyrir drengi á aldrinum 10-13 ára. Dvöldust um 40-50 drengir í Krýsuvík frá júníbyrjun til ágústloka, en komu heim til sín aðra hverja helgi. Bjuggu þeir í húsi því sem reist hafði verið fyrir starfsfólk gróðrar­stöðvarinnar. Drengirnir stunduðu ýmis störf meðan á sumardvölinni stóð, fóru í leiki, stunduðu íþróttir og fóru í gönguferðir um nágrennið. Árið 1960 var tekið við drengjum frá 8-12 ára og dvölinni skipt upp í tvö fimm vikna holl. piltar í hvoru holli og var nú meiri áhersla lögð á léttari störf og leiki ýmiskonar. Lauk þessari starfsemi árið 1964.

Bústjórahúsið sem átti að hýsa yfirmann kúabúsins en hýsir nú safn Sveins Björnssonar.

Er tækifærið núna?

Þegar þetta ævintýri misheppnaðist að mestu var ekki mikil umferð um Krýsu­víkurveginn og ferðamenn fáir. Nú er öldin önnur og stöðug bílaumferð á svæð­inu. Umhverfið er fallegt og ummerki um merka sögu um allt, byggð í Krýsuvík, brennisteinsnámur, tilraun til orkuvinnslu og fl. Þá er landslagið fjölbreytilegt og fallegt hverasvæði og nóg af göngu­leiðum. Samt er svæðið að drabbast nið­ur, hús að grotna og drasl út um allt.

Svæðið í Krýsuvík er litríkt og fagurt en þar er líka gömul bílhræ og drasl víða.

Kannski er kominn tími til að hefja uppbyggingu þar að nýju, undir öðrum formerkjum en þarna er hiti í jörðu, næg orka og fegurð.

Þarna voru gróðurhús og síðan minnkabú.

A.m.k. er kominn tími til tiltektar en á víðavangi má finna byggingarrusl, gömul húsgögn og postulínsvaska. Samt er svæðið að mestu lokað en Krýsuvíkur­samtökin hafa Krýsuvíkurs­kólann til um­ráða en sú bygging er enn ein mis­heppnaða framkvæmdin á svæðinu og sú nýjasta. Hafa samtökin einnig haft gamla starfsmannahúsið til umráða og fleiri byggingar en starfs­mannahúsið er í dag opið, útih­urðin farin úr og húsið fullt af drasli.

Húsnæðið er opið mönnum og dýrum og er fullt af rusli.
Horft yfir svæðið þar sem bústjórahúsið og gróðararstöðin var. Sléttuð höfðu verið tún og þarna má finna tóftir húsa frá tímum brennisteinsnáms.
Þetta er ekki mjög gamalt rusl í grunnum húsa sem átti að hýsa kennara við Krýsuvíkurskólann.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2