fbpx
Laugardagur, nóvember 2, 2024
target="_blank"
HeimFréttirHafnarfjarðarbær fær jafnlaunavottun, fyrst sveitarfélaga

Hafnarfjarðarbær fær jafnlaunavottun, fyrst sveitarfélaga

Lög um jafnlaunavottun taka gildi 1. janúar 2018

Hafnarfjarðarbær er fyrsta sveitarfélagið á Íslandi til að fá vottað jafnlaunamerki frá velferðarráðuneytinu. Markmiðið með innleiðingunni er að koma á og viðhalda launajafnrétti hjá Hafnarfjarðarbæ og uppfylla skyldur atvinnurekenda um að tryggja jafnan rétt kvenna og karla, greiða þeim jöfn laun og tryggja að þau njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.

Með vottun frá úttektaraðila, BSI á Íslandi, sem og jafnlaunamerkinu frá velferðarráðuneytinu, getur Hafnarfjarðarbær staðfest að hann uppfyllir þær kröfur sem lagðar eru fram samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012.

Þar má telja:

  • Tryggt verði að allar ákvarðanir um laun og kjör séu skjalfestar, rökstuddar og rekjanlegar
  • Verklagsreglur, vinnulýsingar og leiðbeiningar séu til staðar
  • Lagalegar kröfur og aðrar kröfur séu uppfylltar
    Forvarnir og aðgerðaáætlanir liggi fyrir
  • Ábyrgðarsvið og hlutverk lykilstarfsfólks sé skilgreint
  • Að launaákvarðanir endurspegli að sömu laun séu greidd fyrir sambærileg störf

Jafnlaunakerfi veitir svo stjórnendum skýrari sýn á launagreiningar, úrbótaverkefni, eftirfylgni með aðgerðum og staðfestingu þess að settri jafnréttisstefnu sé fylgt eftir.

Lög um jafnlaunavottun öðlast gildi 1. janúar 2018. Í lögunum er tilgreint hvenær stofnanir og fyrirtæki skuli hafa öðlast vottun á jafnlaunakerfi og framkvæmd þess, eða staðfestingu eftir atvikum og munar þar nokkru á tímafrestum eftir starfsmannafjölda.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2