Bæjarlistinn birtir framboðslista sinn og stefnuskrá

Bæjarlistinn í Hafnarfirði hefur birt efstu 10 á framboðslista sínum fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar.

Í tilkynningu frá flokknum segir að listann skipi kröftugt fólk með mikla reynslu og þekkingu sem hafi mikinn áhuga á að vinna að framfaramálum í bæjarfélaginu. „Bæjarlistinn í Hafnarfirði er óflokksbundið og óháð framboð sem hefur eingöngu hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi.“

Sigurður Pétur, Hulda Sólveig, Árni Þór og Guðlaug Svala

Efstu 10 á listanum eru eftirfarandi:

  1. Sigurður P. Sigmundsson, hagfræðingur
  2. Hulda Sólveig Jóhannsdóttir, íþróttafræðingur
  3. Árni Þór Finnsson, gönguleiðsögumaður og lögfræðingur
  4. Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi og verkefnisstjóri
  5. Arnbjörn Ólafsson, framkvæmdastjóri
  6. Klara Guðrún Guðmundsdóttir, tilsjónaraðili
  7. Jón Gunnar Ragnarsson, viðskiptastjóri
  8. Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir, viðskiptafræðinemi
  9. Lilja Eygerður Kristjánsdóttir, lýðheilsufræðingur
  10. Einar P. Guðmundsson, járniðnaðarmaður