fbpx
Fimmtudagur, febrúar 22, 2024
HeimÁ döfinniSólveig Eva opnar sýningu myndsöguverki í Bókasafninu

Sólveig Eva opnar sýningu myndsöguverki í Bókasafninu

Vill minna á mikilvægi og kraft myndasagna

Sólveig Eva Magnúsdóttir, myndlistarkona, rithöfundur og leikkona hefur opnað sýningu á myndasöguverkinu Geimgrísamamma á Hönnunarmars í Bókasafni Hafnarfjarðar.

Geimgrísamma er frumsamin grafísk skáldsaga um móðurhlutverkið, eftirsjá og skömm. Myndasagan er sköpuð handa foreldrum, en er einnig skrifuð sem hughreysting fyrir allar sálir sem hafa glímt við eftirsjá, skömm, kvíða, meðvirkni, þunglyndi, einmanaleika eða særða sjálfsmynd.

Sagan

Þegar Geimgrísamamma upplifir algera uppgjöf sem einstæð móðir skýtur hún fjölmörgum börnum sínum út í geim í von um hvíld. Um leið og þau hverfa sjónum hennar finnur hún fyrir yfirgnæfandi skömm. Skuggi hennar verður að ljótu skrímsli sem sækir að henni og endurspeglar sjálfsfyrirlitningu hennar. Þrátt fyrir að vera örmagna og dauðhrædd við að taka við móðurhlutverkinu á ný án þess að finna fyrst bata og stuðning, þá sér hún sér enga kosta völ en að klifra upp í geim til að elta og endurheimta börnin sín.

Með hjálp frá nýjum vini, Einmana Krónublaðinu, leggur hún í viðsjárvert ferðalag um sólkerfið í von um að öðlast ást og fyrirgefningu. Í leit sinni mætir hún ýmsum geimverum og endurheimtir ólíkar hliðar af sjálfri sér sem hún hafði bælt og gleymt.

Mikilvægi og kraftur myndasagna

Myndasöguheimurinn er lítill en kröftugur á Íslandi, og hér eru margir spennandi listamenn sem gefa út sjálfútgefið efni. Ég hef mikinn áhuga á að tala um myndasöguheiminn, þar sem í þeim býr mikill feminískur og baráttukraftur sem kann að vera ókunnur lesendum hefðbundna bókmennta.

Einnig auðveldar miðillinn umræðuna um þung málefni, s.s. sögur um pólitísk málefni (t.d. „Maus“ eftir Art Spiegelman og „Palestine“ eftir Joe Sacco), gróðurhúsaáhrifin (t.d. „The Hard Tomorrow“ eftir Eleanor Davis), kvenréttindi (t.d. „Woman World“ eftir Aminder Dhaliwal), andlega heilsu (t.d. „Hey, Kiddo“ eftir Jarrett J. Krosoczka), LGBTQAI+ málefni (t.d. „Bloom“ eftir Kevin Panetta og Savanna Ganucheau), kynþætti (t.d. „New Kid“ eftir Jerry Craft og „They Called Us Enemy“ eftir George Takei, Justin Eisinger, Steven Scott og Harmony Becker) og flóttamenn (t.d. „Persepolis“ eftir Marjane Satrapi) – málefnum sem margir lesendur myndu ef til ekki nálgast í heimildarritum og skáldsögum í fullri lengd sökum þunga og alvarleika, en geta nú tengst sömu skilaboðum af húmor og myndrænni leikgleði. Þannig getur saga sem lítur ef til vill út sem barnabók um geimgrísi miðlað sjálfsást, eflingu og virðingu til barna, unglinga og foreldra.

Höfundurinn

 

Sólveig Eva Magnúsdóttir

Sólveig Eva Magnúsdóttir skrifar og myndskreytir myndasögur, teiknar og málar, gefur út sjálfstæð tímarit, rekur feminíska verðlaunaleikhópinn Spindrift, leikstýrir, kennir listræna tjáningu og leikur á sviði, í sjónvarpi og kvikmyndum.

Hún skoðar Sjálfið, fjölbreytni einstaklingsins, foreldrahlutverkið, kynvitund og feminískar stefnur í list sinni.

Sólveig hefur teiknað fyrir Starbucks í London, Matís í Reykjavík og Proctor & Gamble í Ástralíu sem frílansari. Hún hefur hlotið residensíur í Bandaríkjunum og haldið sýningar á ótal listahátíðum í Evrópu.

Í myndlist hefur hún rannsakað kyn sitt og sjálfsmynd í tengslum við karlaveldið, heilun og nautn. Hún nam myndlist við Myndlistaskólann í Reykjavík, Borgarholtsskóla, School of Visual Arts í New York og animation við Rhode Island

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2