Nú er það ekki bara montrétturinn sem keppt verður um í kvöld á Ásvöllum í kvöld því ætli annað hvort liðið að verða deildarmeistari verður það að vinna leikinn í kvöld. FH og Haukar eiga möguleika á deildarmeistaratitlinum í handbolta karla ásamt ÍBV en þessi lið eru öll með 33 stig þegar tvær umferðir eru eftir.

Sigri FH í leiknum við Hauka í kvöld og gegn Selfossi á þriðjudag verða þeir deildarmeistarar óháð því hvernig leikir ÍBV fara. Verði öll liðin jöfn að stigum verður FH deildarmeistari þar sem FH hefur haft betur í viðureignum sínum við ÍBV í vetur.

Sigri Haukar í kvöld og í leiknum gegn Aftureldingu á þriðjudag þurfa þeir að treysta á að ÍBV tapi stigum í leikjunum gegn Akureyri eða Val. Liðið sem tapar í kvöld á samt enn möguleika á titlinum en þarf þá að treysta á úrslit í öðrum leikjum.

Frá leik Hauka og FH

En möguleikarnir eru margir og víst að liðin leggja allt í sölurnar til að vinna leikin í kvöld svo þetta er leikur sem enginn handboltaáhugamaður ætti að missa af. Leikurinn er sem fyrr segir á Ásvöllum og hefst kl. 19.30.

 

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here