fbpx
Fimmtudagur, apríl 18, 2024
target="_blank"
HeimÍþróttirFótboltiFH og Víkingur skildu jöfn - Myndaveisla

FH og Víkingur skildu jöfn – Myndaveisla

Jafntefli á heimavelli

FH mætti Víkingi frá Færeyjum í 2. umferð Meistaradeildar Evrópu í Kaplakrika í kvöld. Leiknum lauk með 1:1 jafntefli. Þetta var fyrri leikur liðanna en seinni leikurinn fer fram í Færeyjum  í næstu viku.

Það var markalaust í hálfleik en FH-ingar sýndu þó góðan kraft hálfleiknum, færin voru ófá og bæði lið fengu góð tækifæri til þess að skora en það tókst þeim þó ekki.

Fyrsta mark leiksins kom á 50. mínútu er Emil Pálsson skallaði boltanum í netið eftir frábæra hornspyrnu frá Steven Lennon.

Víkingur fékk víti á 72. mínútu þegar Vasile Anghel komst inn fyrir vörn FH og var einn á móti Gunnari Nielsen en Pétur Viðarsson braut á honum og var þetta réttilega dæmt víti. Adeshina Lawal fór á punktinn og skaut boltanum í vinstra hornið en Gunnar fór til hægri og var þetta því öruggt mark.

FH-ingar voru betri aðilinn í þessum leik og úrslitin hefðu átt að vera betri. Úrslitin þýða það að  FH-ingar þurfa að vinna seinni leikinn eða skora fleiri en eitt mark geri þeir jafntefli ef þeir vilja komast áfram.

FH sat hjá í fyrstu umferð en Víkingur sló Kosoví út í henni.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2