fbpx
Föstudagur, mars 29, 2024
HeimFréttirHrafnhildur tilbúin í úrslitasundið

Hrafnhildur tilbúin í úrslitasundið

Nýtur góðs stuðnings sjúkraþjálfara og þjálfara


Nú styttist í úrslitasundið í 100 m bringusundi kvenna á Ólympíuleikunum í Brasilíu en það verður kl. 01.54 í nótt. Hún átti sjöunda besta tímann inn í úrslitin og mun synda á 1. braut en sundið verður sýnt á RÚV.

Hrafnhildur tók þátt í einföldum æfingum í morgun til að liðka sig og segir Klaus Jürgen Ohk þjálfari hennar að hún sé tilbúin í úrslitasundið.

Sjúkraþjálfarinn

Með sundfólkinu er einnig Unnur Sædís Jónsdóttir sem lítið lætur fara fyrir sig opinberlega en hún vinnur hörðum höndum, eða frekar mjúkum höndum að því að halda sundfólkinu í góðu formi og hjálpa þeim fyrir og eftir sund. Segir Klaus hana eiga mikinn þátt í árangri sundfólksins.

Aðgangspassarnir

Einn af mikilvægustu hlutunum sem keppendur og aðstoðarfólk hefur á leikunum eru aðgangskortin. Fólk mátti ekki brosa þegar myndir voru teknar í skírteinin og horft er vandlega á tölur og tákn sem tákna heimild korthafa til að fara um svæðið. Eins og sjá má hefur Klaus miklu minni aðgangsheimildir en sundfólkið enda hann skráður sem persónulegur þjálfari Hrafnhildar en ekki opinber þjálfari með liðinu.

passar

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2